Enski boltinn

Heiðar skoraði fyrir topplið Cardiff

Heiðar skorar fyrir Cardiff.
Heiðar skorar fyrir Cardiff.
Heiðar Helguson skoraði mark Cardiff í kvöld sem gerði 1-1 jafntefli við Derby County í ensku B-deildinni í knattspyrnu.

Heiðar var í byrjunarliði Cardiff líkt og Aron Einar Gunnarsson. Báðir fóru þeir af velli í síðari hálfleik. Cardiff er enn á toppi deildarinnar þrátt fyrir jafnteflið.

Björn Bergmann Sigurðarson spilaði allan leikinn fyrir Wolves sem tapaði 0-1 gegn Millwall. Úlfarnir eru í átjánda sæti deildarinnar.

Eggert Jónsson fékk að spila í uppbótartíma með Charlton sem vann 2-0 sigur á Peterborough. Charlton er í þrettánda sæti deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×