Enski boltinn

Benítez segist vera heppinn að hafa fengið tækifæri hjá Chelsea

Rafa Beníetz hefur verk að vinna með Chelsea liðið.
Rafa Beníetz hefur verk að vinna með Chelsea liðið. Nordic Photos / Getty Images
Rafael Benitez, sem nýverið tók við knattspyrnustjórastöðunni hjá Chelsea, segir að hann sé heppinn að hafa fengið starfið. „Ég er heppinn að hafa fengið tækifæri að þjálfa lið í fremstu röð, ég hafði úr mörgu að velja, en ég taldi þetta besta kostinn fyrir mig," segir Benítez en Chelsea mætir Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Stuðningsmenn Chelsea tóku ekkert sérstaklega vel á móti Benítez í fyrsta heimaleiknum sem hann stýrði liðinu eftir að Roberto Di Matteo var rekinn. Hinn 52 ára gamli Spánverji þarf að sanna sig hjá Chelsea því eigandi liðsins, Roman Abramovich, hefur ekki mikla þolinmæði gagnvart knattspyrnustjórunum.

Abramovich hefur látið hafa það eftir sér að hann óski þess að Chelsea leiki eins og Barcelona – og það er því verk að vinna fyrir Benítez.

Chelsea er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 25 stig, Manchester United er efst eð 30, Man City kemur þar á eftir með 29 og WBA er í þriðja sæti með 26 stig.



Leikir kvöldsins:

Tottenham – Liverpool | Sport 2 | HD

Southampton – Norwich

Stoke – Newcastle

Swansea – WBA

Chelsea – Fulham | Sport 5

Everton – Arsenal | Sport 4

Man. Utd – West Ham | Sport 3

Wigan – Man. City | Sport 6




Fleiri fréttir

Sjá meira


×