Enski boltinn

Arsenal ætlar ekki að greiða háa fjárhæð fyrir Huntelaar

Klaas-Jan Huntelaar er einn af þeim framherjum sem stórlið í Evrópu hafa áhuga á að fá í sínar raðir.
Klaas-Jan Huntelaar er einn af þeim framherjum sem stórlið í Evrópu hafa áhuga á að fá í sínar raðir. Nordic Photos / Getty Images
Klaas-Jan Huntelaar er einn af þeim framherjum sem stórlið í Evrópu hafa áhuga á að fá í sínar raðir þegar opnað verður fyrir leikmannamarkaðinn í janúar á næsta ári. Hollenski framherjinn hefur leikið vel með Schalke í Þýskalandi en forráðamenn liðsins segja að engin formleg tilboð hafi komið í leikmanninn.

Arsenal er eitt þeirra liða sem hefur verið nefnt til sögunnar varðandi kaup á Huntelaar en hann hefur skorað 12 mörk í 22 leikjum fyrir Schalke það sem af er þessu tímabili.

Samningur hans við Schalke rennur út í lok leiktíðar og það er því allt eins líklegt að hann verði seldur í janúar. Horst Heldt, framkvæmdastjóri Schalke, segir í viðtali við The Sun að það félag sem vilji fá hann í sínar raðir þurfi að greiða háa fjárhæð. „Það sem ég hef heyrt úr herbúðum Arsenal er að það sé ekki á dagskrá að kaupa leikmann í janúar, þar eru ekki til peningar í leikmannakaup," sagði Heldt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×