Enski boltinn

Cech styður ákvörðun Abramovich

Petr Cech markvörður Chelsea styður ákvörðun eiganda Chelsea að hafa skipt um knattspyrnustjóra.
Petr Cech markvörður Chelsea styður ákvörðun eiganda Chelsea að hafa skipt um knattspyrnustjóra. Nordic Photos / Getty Images
Roman Abramovich eigandi Chelsea tók mjög umdeilda ákvörðun í síðustu viku þegar hann rak knattspyrnustjóra liðsins Roberto Di Matteo úr starfi. Abramovich hefur nú fengið stuðning frá Petr Cech, markverði Chelsea, sem segir að eitthvað hafi þurft að gerast til þess að snúa gengi Chelsea við.

Ítalinn, Roberto Di Matteo, landaði tveimur titlum á meðan hann var í starfinu, Meistaradeildartitlinum og Chelsea varð enskur bikarmeistari undir hans stjórn. Di Matteo mistókst að koma liðinu í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar og í kjölfarið var hann rekinn.

Cech segir að eigandi félagsins hafi þurft að gera eitthvað til þess að breyta stöðu mála. Chelsea hafði aðeins fengið 2 stig úr fjórum síðustu leikjunum í ensku úrvalsdeildinni áður en Di Matteo var rekinn.

„Við fundum ekki leiðina út úr þeim vandamálum sem við vorum að glíma við, og það þurfti að gera eitthvað í því. Fá nýjar hugmyndir og aðra sýn á hlutina," segir Cech í viðtali við The Independent. Hann tekur það fram að leikmenn hafi átt sinn hlut að máli.

„Þegar svona hlutir eiga sér stað þá þurfa allir að axla ábyrgð. Við eigum sök á því að hlutirnir gengu ekki upp og við þurfum að standa okkur betur," sagði Cech m.a. í viðtalinu.

Átta leikir fara fram í kvöld í ensku úrvalsdeildinni:



 Tottenham – Liverpool | Sport 2 | HD

Southampton – Norwich

Stoke – Newcastle

Swansea – WBA

Chelsea – Fulham | Sport 5

Everton – Arsenal | Sport 4

Man. Utd – West Ham | Sport 3

Wigan – Man. City | Sport 6




Fleiri fréttir

Sjá meira


×