Enski boltinn

Joey Barton kominn með franskan hreim

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Enski miðjumaðurinn Joey Barton spilaði um helgina sinn fyrsta deildarleik fyrir Marseille. Á blaðamannafundi að leiknum loknum bauð Barton upp á ensku með frönskum hreim.

Barton, sem er í láni hjá Marseille frá QPR, spilaði á miðjunni í 1-0 sigri á Lille. Hann svaraði gagnrýni á slæma tæklingu sína í leiknum með því að velta upp þeirri spurningu hvers vegna enginn ræddi um frábæra 50 metra sendingu sína sem leiddi til rauðs spjalds á leikmann Lille.

Myndbrot af blaðamannafundinum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×