Rodgers: Stórkostleg frammistaða | Ótrúleg vítaspyrnutölfræði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2012 14:16 Gareth Bale skorar seinna mark Spurs úr aukaspyrnunni umdeildu. Nordicphotos/Getty „Mér fannst við stórkostlegir í kvöld. Það hefði verið svekkjandi að gera jafntefli en það er ótrúlegt að við höfum tapað,“ sagði Brendan Rodgers stjóri Liverpool eftir 2-1 tapið gegn Tottenham á White Hart Lane í kvöld. „Við lentum tveimur undir snemma leiks sem getur reynst erfitt. Leikmennirnir sýndu þó góðan anda en þetta átti ekki að ganga,“ sagði Rodgers sem sagðist svekktur fyrir hönd leikmanna sinna. Spilamennska þeirra hefði verið frábær líkt og lengst af á tímabilinu. „Hugur minn er hjá leikmönnum mínum sem eru svekktir því þetta var leikur sem við stjórnuðum. Við áttum að fá tvær augljósar vítaspyrnu. Það er ótrúlegt að við höfum ekki fengið vítaspyrnu þegar brotið var á Gerrard og svo braut Gallas líka á Suarez innan teigs.“ „Það væri áhugavert að skoða vítaspyrnutölfræðina því ef mér skjátlast ekki höfum við ekki fengið eina einustu í deildinni.,“ sagði Rodgers ósáttur við ákvarðanir dómara leiksins, Phil Dowd. William Gallas, miðvörður Tottenham, kom við sögu í báðum atvikum. Í því fyrra virtist Frakkinn klárlega ýta á bak Steven Gerrard innan teigs en meiri óvissu gætti þegar Luis Suarez féll til jarðar eftir samskipti við Frakkann í síðari hálfleik. Síðara mark Spurs kom eftir aukaspyrnu Gareth Bale. Rodgers var ósáttur við aukaspyrnudóminn og taldi Clint Dempsey, leikmann Spurs, hafa haft leikræna tilburði í frammi. „Dempsey dýfði sér án nokkurrar snertingar svo allar ákvarðarnir voru okkur í mót í leiknum,“ sagði Rodgers sem þó lítur björtum augum fram á veginn. „Það mikilvægasta er að við erum að skapa okkur færi. Heppnin hefur ekki verið með okkur. Nokkrir af reyndari leikmönnunum sögðu mér í klefanum að þeir hefðu komið hingað í tíu til ellefu ár og aldrei spilað svona vel.“ Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
„Mér fannst við stórkostlegir í kvöld. Það hefði verið svekkjandi að gera jafntefli en það er ótrúlegt að við höfum tapað,“ sagði Brendan Rodgers stjóri Liverpool eftir 2-1 tapið gegn Tottenham á White Hart Lane í kvöld. „Við lentum tveimur undir snemma leiks sem getur reynst erfitt. Leikmennirnir sýndu þó góðan anda en þetta átti ekki að ganga,“ sagði Rodgers sem sagðist svekktur fyrir hönd leikmanna sinna. Spilamennska þeirra hefði verið frábær líkt og lengst af á tímabilinu. „Hugur minn er hjá leikmönnum mínum sem eru svekktir því þetta var leikur sem við stjórnuðum. Við áttum að fá tvær augljósar vítaspyrnu. Það er ótrúlegt að við höfum ekki fengið vítaspyrnu þegar brotið var á Gerrard og svo braut Gallas líka á Suarez innan teigs.“ „Það væri áhugavert að skoða vítaspyrnutölfræðina því ef mér skjátlast ekki höfum við ekki fengið eina einustu í deildinni.,“ sagði Rodgers ósáttur við ákvarðanir dómara leiksins, Phil Dowd. William Gallas, miðvörður Tottenham, kom við sögu í báðum atvikum. Í því fyrra virtist Frakkinn klárlega ýta á bak Steven Gerrard innan teigs en meiri óvissu gætti þegar Luis Suarez féll til jarðar eftir samskipti við Frakkann í síðari hálfleik. Síðara mark Spurs kom eftir aukaspyrnu Gareth Bale. Rodgers var ósáttur við aukaspyrnudóminn og taldi Clint Dempsey, leikmann Spurs, hafa haft leikræna tilburði í frammi. „Dempsey dýfði sér án nokkurrar snertingar svo allar ákvarðarnir voru okkur í mót í leiknum,“ sagði Rodgers sem þó lítur björtum augum fram á veginn. „Það mikilvægasta er að við erum að skapa okkur færi. Heppnin hefur ekki verið með okkur. Nokkrir af reyndari leikmönnunum sögðu mér í klefanum að þeir hefðu komið hingað í tíu til ellefu ár og aldrei spilað svona vel.“
Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira