Enski boltinn

Benitez svekktur eftir annað markalaust jafntefli

Torres komst ekki á blað.
Torres komst ekki á blað.
Stjóratíð Rafa Benitez hjá Chelsea fer ekki vel af stað en liðið varð að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Fulham í kvöld.

Fyrstu tveir leikir Chelsea undir stjórn Benitez hafa því endað með markalausu jafntefli.

"Ég er svolítið svekktur. Liðið er vel skipulagt og skapaði færi gegn baráttuglöðu liði. Við þurfum samt að gera betur," sagði Benitez.

"Við reyndum að breyta til í síðari hálfleik og fá fleiri leikmenn fram. Við erum með menn sem geta breytt leikjum og við þurfum að nýta þá betur.

"Heilt yfir var þó margt jákvætt við þennan leik. Við þurfum samt að spila hraðari bolta. Framherjarnir okkar þarfnast þess."

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×