Enski boltinn

Mancini: Við vorum heppnir

vísir/getty
Það tók meistara Man. City talsverðan tíma að brjóta vörn Wigan niður í kvöld en það hafðist um miðjan síðari hálfleik og öll þrjú stigin fóri til Manchester.

"Þetta var mikilvægur sigur því Wigan spilar vel og Martinez er frábær stjóri. Við vorum heppnir. Ég var heppinn," sagði Roberto Mancini, stjóri City, eftir leikinn en Mario Balotelli náði að skora fyrir liðið í kvöld.

"Ég tel Balotelli geta gert enn betur. Hann skoraði gott mark en ég ætlast til þess að hann geri betur. Mér fannst hann ekki spila vel þó svo hann hafi skorað."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×