Enski boltinn

Spurs lagði Liverpool | Öll mörk gærkvöldsins á Vísi

Tottenham vann 2-1 sigur á Liverpool í fjörlegri viðureign liðanna á White Hart Lane í Lundúnum í gær. Gareth Bale var í aðalhlutverki en Walesverjinn lagði upp mark, skoraði mark, skoraði sjálfsmark auk þess að fá áminningu fyrir leikræna tilburði.

Tilþrifin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en á sjónvarpssíðu Vísis má einnig finna mörkin úr öllum átta leikjum gærkvöldsins. Þar bar hæst glæsimark James Milner fyrir Englandsmeistara Manchester City gegn Wigan.

Smellið hér til að fara á sjónvarpssíðu Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×