Enski boltinn

Benítez vill að Torres rífi í járnin í lyftingasalnum

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Fernando Torres hefur ekki náð sér á strik með Chelsea.
Fernando Torres hefur ekki náð sér á strik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Chelsea, er á þeirri skoðun að Fernando Torres framherji liðsins þurfi að rífa í lóðin í lyftingasalnum til þess að ná fyrri getu. Torres hefur átt erfitt uppdráttar frá því hann kom til Chelsea frá Liverpool fyrir um 10 milljarða kr. í lok janúar á síðasta ári.

Benítez segir í viðtali við íþróttafréttavefinn Sportinglife að hann viti ekki hvort Torres nái fyrri styrk – en hinn 28 ára gamli Torres lék gríðarlega vel undir stjórn Benítez hjá Liverpool.

„Torres þarf að leggja áherslu á þá hluti sem bæta hann sem leikmann. Við erum að finna út úr því hvað það er, og það mun taka tíma. Hann þarf að bæta styrk sinn og það gerir hann í lyftingasalnum," sagði Benítez m.a. í viðtalinu. Hann bætti því við að slakt gengi Torres á vellinum hefði ekkert með meiðsli eða aldur hans að gera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×