Enski boltinn

Boðhlaup út um þúfur | Myndband

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Viðureign Southampton og Norwich í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi var ekki mikið fyrir augað. Áhorfendur fengu þó heilmikið fyrir aðgangseyrinn þegar kostulegt boðhlaup fór fram í hálfleik.

Boðhlaupið var með þeim hætti að tvö lið kepptu og þurfti að hlaupa með boltann hringinn í kringum grasvöllinn eftir hliðarlínunum. Ekki gekk áfallalaust hjá ungum stuðningsmönnum Southampton að láta boltann ganga á milli spretta og flugu nokkrir stuðningsmenn á hausinn á blautum vellinum.

Hápunkturinn var þó vafalítið að loknum sprettinum þegar kom að því að koma knettinum í markið. Báðum liðum gekk skelfilega að skjóta boltanum í netið jafnvel þótt honum væri stillt upp beint fyrir framan markið. Það tókst þó að lokum og einhverju skemmtilegasta boðhlaupi síðari tíma var lokið.

Boðhlaupið skemmtilega má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en undir hljómar lagið Ace of spades með ensku hljómsveitinni Motörhead.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×