Bayern München vann í dag góðan 2-0 sigur á Eintracht Frankfurt í toppslag í þýsku úrvalsdeildinni.
Franck Ribery og David Alaba skoruðu mörk Bæjara í dag en liðið er með 30 stig af 33 mögulegum á toppi deildarinnar. Frankfurt er í þriðja sætinu með 20 stig.
Schalke er enn í öðru sæti eftir 2-1 sigur á Bremen í dag en liðið er sjö stigum á eftir toppliði Bayern.
Þá er Dortmund komið upp í fjórða sætið eftir 3-1 útisigur á Augsburg. Marco Reus skoraði fyrsta mark Dortmund en Robert Lewandowski hin tvö.
Úrslit dagsins:
Schalke - Bremen 2-1
FC Bayern - E. Frankfurt 2-0
Augsburg - Dortmund 1-3
Fortuna D. - Hoffenheim 1-1
Freiburg - Hamburg 0-0
