Enski boltinn

Mancini ánægður með viðhorf leikmanna

Silva fagnar marki sínu í dag.
Silva fagnar marki sínu í dag.
Drengirnir hans Roberto Mancini hjá Man. City voru upp á sitt allra besta er þeir hreinlega pökkuðu Aston Villa saman, 5-0.

"Mér fannst viðhorf leikmanna frábært í dag. Við skoruðum bara eitt mark í fyrri hálfleik en við fengum færi til þess að skora fleiri," sagði Mancini eftir leikinn.

City fékk tvö víti í dag og annað þeirra þótti frekar ódýrt.

"Það var erfitt að sjá þetta frá bekknum. Við sáum ekki neitt.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×