Enski boltinn

Clarke: Stuðningsmennirnir mega láta sig dreyma

Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag.
WBA gerði sér lítið fyrir í dag og skellti Chelsea. WBA hefur komið allra liða mest á óvart í vetur undir stjórn Steve Clarke sem var lengi í herbúðum Chelsea.

"Það er gríðarlega góð stemning í okkar herbúðum. Okkar hlutverk er að vera með báða fætur á jörðinni en ef stuðningsmennina langar að dreyma þá mega þeir það," sagði Clarke eftir leik en sigurinn var klárlega sætur fyrir hann.

WBA er í fjórða sæti deildarinnar sem stendur en eins og flestir eiga að vita gefur það sæti þáttökurétt í Meistaradeildinni að ári.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×