Enski boltinn

Suarez í stuði | WBA skellti Chelsea

Suarez fagnar í dag.
Suarez fagnar í dag.
Luis Suarez getur ekki hætt að skora og hann skoraði tvö mörk í öruggum sigri Liverpool á Wigan í dag. Suarez er búinn að skora í fjórum leikjum í röð.

Það hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan Dirk Kuyt skoraði fimm leikjum í röð frá apríl til maí árið 2011.

Man. City skaut sér á toppinn, tímabundið hið minnsta, með afar sannfærandi sigri þar sem liðið fékk tvö víti. City að fá flest víti allra liða í deildinni.

WBA heldur áfram að gera það gott og vann óvæntan heimasigur á Chelsea. Sætur sigur fyrir stjórann Steve Clarke sem var lengi í herbúðum Chelsea.

Reading vann svo sinn fyrsta sigur í vetur er Everton kom í heimsókn. Langþráður sigur hjá nýliðunum.

Úrslit:

Liverpool-Wigan  3-0

1-0 Luis Suarez (46.), 2-0 Luis Suarez (57.), 3-0 Jose Enrique (66.)

Man. City-Aston Villa  5-0

1-0 David Silva (43.), 2-0 Sergio Aguero, víti (54.), 3-0 Carlos Tevez, víti (64.), 4-0 Sergio Aguero (66.), 5-0 CArlos Tevez (74.)

Newcastle-Swansea  1-2

0-1 Michu (57.), 0-2 Jonathan de Guzman (86.), 1-2 Demba Ba (90.+3)

QPR-Southampton  1-3

0-1 Rickie Lambert (23.), 0-2 Jason Puncheon (45.+1), 1-2 David Hoilett (49.), 1-3 Anton Ferdinand, sjm (82.)

Reading-Everton  2-1

0-1 Steven Naismith (10.), 1-1 Adam le Fondre (50.), 2-1 Adam le Fondre, víti (79.)

WBA-Chelsea  2-1

1-0 Shane Long (9.), 1-1 Eden Hazard (38.), 2-1 Peter Odemwingie (49.)

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×