Enski boltinn

Downing má fara frá Liverpool í janúar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Staðarblaðið Liverpool Echo greinir frá því að Liverpool hafi hug á að selja Stewart Downing þegar að opnað verður fyrir félagaskipti í janúar næstkomandi.

Downing var keyptur frá Aston Villa fyrir 20 milljónir punda sumarið 2011 en hefur lítið fengið að spila undir stjórn Brendan Rodgers. Hann var síðast í byrjunarliðinu í úrvalsdeildarleik í ágúst.

Rodgers hefur frekar valið að nota leikmenn eins og Raheem Sterling, Suso og Oussama Assaidi en Downing hefur verið nokkuð gagnrýndur fyrir frammistöðu sína síðan hann kom frá Aston Villa.

Samningur Downing rennur út árið 2015 en hann lýsti því yfir í haust að hann hefði fullan hug á að vera áfram í félaginu og berjast fyrir sínu sæti.

Félagið er sagt reiðubúið að sætta sig við helming þeirrar upphæðar sem það greiddi fyrir Downing á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×