Enski boltinn

Rooney tæpur fyrir helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Ekki er víst að Wayne Rooney geti spilað með Manchester United gegn Norwich um helgina. Robin van Persie er þó klár í slaginn.

Báðir misstu af landsleik Englands og Hollands í vikunni en Sir Alex Ferguson, stjóri United, sagði þó meiðsli þeirra ekki alvarleg.

„Það er vafamál hvort að Wayne geti spilað en Robin er leikfær," sagði Ferguson sem sagði einnig að Jonny Evans væri tæpur vegna meiðsla.

Það eru þó góðar fréttir af Phil Jones sem hefur ekkert spilað á tímabilinu eftir að hann meiddist í sumar.

„Phil hefur verið að æfa alla vikuna. Við tökum hann með til Tyrklands og verður það góð byrjun fyrir hann," sagði Ferguson en United mætir Galatasaray í Meistaradeildinni á þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×