Enski boltinn

Evra: Balotelli saknar Ítalíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Patrice Evra, leikmaður Manchester United, sagði í viðtali við ítalska sjónvarpsstöð að Mario Balotelli væri með heimþrá.

Balotelli leikur með nágrönnunum í Manchester City en Evra segir að þeir séu engu að síður góðir vinir utan vallar og hittist oft.

„Mario saknar Ítalíu mikið. Ég veit ekki hvort hann verði áfram í Manchester því hann vill snúa aftur til síns heims. Ég er ekki umboðsmaður hans og get aðeins sagt ykkur hvernig honum líður," sagði Evra.

„Hann er andstæðingur minn í Manchester. En ég hitti hann oft og þekki hann vel. Við grínumst mikið utan vallar og ég stríði honum oft."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×