Enski boltinn

Keane íhugar að spila á Englandi í vetur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robbie Keane í leik með LA Galaxy.
Robbie Keane í leik með LA Galaxy. Mynd/AP
Robbie Keane, leikmaður LA Galaxy, mun vera áhugasamur um að spila sem lánsmaður í ensku úrvalsdeildinni á meðan að bandaríska MLS-deildin er í fríi.

Keane spilaði sem lánsmaður hjá Aston Villa á síðasta tímabili og skoraði þá þrjú mörk í sjö leikjum.

Hann vill halda sér í formi fyrir leiki írska landsliðsins gegn Svíþjóð og Austurríki í mars næstkomandi.

„Robbie ræddi við mig eftir síðasta leik en þetta er ákvörðun sem hann sjálfur þarf að taka," sagði Giovanni Trapattoni, landsliðsþjálfari Írlands.

„Ef hann verður áfram í Ameríku mun hann ekkert spila í þrjá mánuði. Það er gott að fá nýjar áskoranir og það gæti reynst góður kostur fyrir hann að fara annað."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×