Enski boltinn

Mancini: Ekkert pláss fyrir Suarez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segist ekki ætla að kaupa Luis Suarez eða neinn annan leikmann þegar opnað verður fyrir félagaskipti um áramótin.

Þetta sagði hann á blaðamannafundi í morgun en enskir fjölmiðlar hafa verið að orða Suarez við City.

„Við erum með gott lið og þurfum ekki að kaupa leikmenn í janúar. Við getum ekki keypt Suarez eða aðra leikmenn því við erum með fjóra sóknarmenn og Suarez spilar með Liverpool."

Mancini missti af blaðamannafundi City bæði fyrir og eftir leik liðsins gegn Tottenham um síðustu helgi. David Platt mætti í hans stað.

Mancini sló á létta strengi í morgun með því að mæta á fundinn með andlitsgrímu af Platt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×