Enski boltinn

Di Matteo: Terry verður frá í þrjár vikur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry, fyrirliði Chelsea, sárþjáður eftir tæklingu Suarez.
John Terry, fyrirliði Chelsea, sárþjáður eftir tæklingu Suarez. Mynd/AFP
John Terry, fyrirliði Chelsea, mun "bara" missa af þremur vikum eftir að hann meiddist á hné í leik á móti Liverpool um síðustu helgi. Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag.

Terry meiddist á hné eftir samstuð við Luis Suarez hjá Liverpool og í fyrstu óttuðust menn það allra versta og að fyrirliði Chelsea yrði jafnvel frá í marga mánuði. Við frekari rannsóknir varð hinsvegar ljóst að Terry hafði aðeins tognað á liðbandi í hnénu.

„Við sjáum fyrir okkur að Terry verði frá í þrjár vikur. Sem betur fer var þetta ekki eins slæmt og við óttuðumst í fyrstu," sagði Roberto Di Matteo.

Roberto Di Matteo verður án fleiri lykilmanna á móti West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni á morgun því hvorki David Luiz né Frank Lampard getað spilað leikinn vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×