Enski boltinn

Íslensku strákarnir ekki á skotskónum í Englandi

Aron Einar.
Aron Einar.
Íslendingaliðið Cardiff City komst upp í annað sæti ensku B-deildarinnar er liðið vann góðan sigur á Middlesbrough. Aron Einar Gunnarsson og Heiðar Helguson voru báðir í byrjunarliði Cardiff. Fyrsti leikur Arons í byrjunarliðinu í nokkurn tíma. Hann fór af velli á 61. mínútu fyrir Craig Bellamy. Heiðar lék allan leikinn.

Eggert Gunnþór Jónsson lék sinn fyrsta leik með Charlton í gær og fór beint í byrjunarliðið gegn Burnley. Charlton vann, 0-1, og Eggert fór af velli snemma í síðari hálfleik.

Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði Wolves í 2-1 tapleik gegn Watford. Hann fór af velli á 86. mínútu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×