Enski boltinn

Rio Ferdinand gæti elt Anelka og Drogba til Kína

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Drogba og Rio Ferdinand.
Didier Drogba og Rio Ferdinand. Mynd/Nordic Photos/Getty
Rio Ferdinand, miðvörður Manchester United, er að renna út á samningi næsta sumar og er enn ekki viss hvað hann ætlar að gera. Guardian hefur þó heimildir fyrir því að hann sé alvarlega að hugsa um að yfirgefa Old Trafford í sumar.

Ferdinand er 34 ára gamall en það kemur ekki til greina hjá honum að leggja skóna á hilluna. Einn af möguleikunum er að elta þá Nicolas Anelka og Didier Drogba til Kína en báðir gerðu þeir flotta samninga við kínverska liðið Shanghai Shenhua.

Anelka fær 175 þúsund pund á viku (35 milljónir íslenskar) hjá Shanghai Shenhua en Drogba er með 195 þúsund pund á viku (39 milljónir íslenskar). Ferdinand fær 130 þúsund pund í vikulaun hjá United (26 milljónir íslenskar).

Manchester United keypti Rio Ferdinand frá Leeds árið 2002 og það er ólíklegt að hann spili með öðru liði í ensku úrvalsdeildinni. Það þykir því langlíkast að hann finni sér liði í öðru landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×