Enski boltinn

Frimpong lánaður til Charlton eins og Eggert Gunnþór

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emmanuel Frimpong.
Emmanuel Frimpong. Mynd/Nordic Photos/Getty
Emmanuel Frimpong, miðjumaður Arsenal, mun spila með Charlton út árið 2012 en hann hefur verið lánaður til enska b-deildarfélagsins fram í janúar. Íslenski landsliðsmiðjumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson kom til Charlton á láni frá Úlfunum á dögunum.

Emmanuel Frimpong er tvítugur en hefur ekki fengið mörg tækifæri með Arsenal síðan að hann kom til baka í haust eftir erfið sjö mánaða meiðsli.

Frimpong hefur aðeins spilað tvo leiki með Arsenal á tímabilinu, á móti Coventry og Reading, en báðir leikirnir voru í enska deildarbikarnum.

Eggert Gunnþór var í byrjunarliði Charlton um helgina þegar liðið vann 1-0 útisigur á Burnley og spilaði Eggert fyrstu 52 mínúturnar í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×