Enski boltinn

Cabaye spilar ekki meira á árinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Yohan Cabaye, leikmaður Newcastle, er meiddur í nára og verður af þeim sökum frá næstu 4-6 vikurnar.

Cabaye er lykilmaður í liði Newcastle en hann missti af 2-1 tapi liðsins fyrir Swansea á heimavelli um helgina.

Alan Pardew, stjóri liðsins, reiknar ekki með Cabaye á næstunni en fyrir voru varnarmennirnir Ryan Taylor og Dan Gosling báðir frá vegna meiðsla.

„Það gæti verið að Cabaye þurfi að fara í smávægilega aðgerð vegna meiðslanna. En þegar hann kemur til baka þá fer Cheick Tiote í Afríkukeppnina. Það er því líklegt að ég þurfi að bíða til loka janúar til að geta stillt upp mínu sterkasta liði á ný," sagði Pardew.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×