Fótbolti

Rúrik spilaði í bikarsigri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason. Nordic Photos / Getty Images
Rúrik Gíslason var í byrjunarliði FCK er liðið komst í kvöld áfram í fjórðungsúrslit dönsku bikarkeppninnar með 3-0 sigri á SönderjyskE.

Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson voru báðir á varamannabekk FCK í dag. Eyjólfur Héðinsson var í byrjunarliði SönderjyskE en var skipt af velli í hálfleik.

Það var einnig spilað í sænska boltanum í kvöld. Ari Freyr Skúlason og Jón Guðni Fjóluson spiluðu allan leikinn fyrir Sundsvall sem gerði 2-2 jafntefli við Åtvidaberg. Báðir fengu áminningu í leiknum.

Þá var Skúli Jón Friðgeirsson á meðal varamanna Elfsborg sem vann Mjällby, 3-2, á útivelli.

Elfsborg er á toppi deildarinnar en Sundsvall í fjórtánda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×