Fótbolti

Alfreð frá vegna meiðsla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð í leik með Heerenveen.
Alfreð í leik með Heerenveen. Nordic Photos / Getty Images
Alfreð Finnbogason missti af leik með liði sínu, Heerenveen, vegna meiðsla í mjöðm. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Heerenveen vann 1-0 sigur á Hollandia Hoorn í hollensku bikarkeppninni í kvöld en ekki er vitað hversu alvarleg meiðsli Alfreðs eru.

Alfreð hefur skorað átta mörk í jafn mörgum deildarleikjum með Heerenveen síðan hann kom til félagsins í ágúst síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×