Fótbolti

FIFA búið að samþykkja marklínutæknibúnað

Markið sem Frank Lampard fékk ekki á HM 2010 setti mikinn þunga í marklínutæknimálin.
Markið sem Frank Lampard fékk ekki á HM 2010 setti mikinn þunga í marklínutæknimálin.
Þetta er sögulegur dagur í knattspyrnusögunni því alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, er búið að skrifa undir samning um notkun á marklínutækni í knattspyrnu.

Það eru fyrirtækin GoalRef og Hawk-Eye sem fengu samning við FIFA og þau mega nú fara að dreifa búnaðinum um heiminn.

Græjurnar verða fyrst notaðar í heimsmeistarakeppni félagsliða í desember og ekki er ólíklegt að búnaðurinn verði kominn í stærstu deildir Ervrópu næsta vetur.

FIFA hefur undanfarið ár lagt mikinn tíma í að finna réttu tæknina. Eftir umfangsmiklar tilraunir telur sambandið sig vera komið með hinn fullkomna búnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×