Fótbolti

Frændi Hasselbaink með eitt af klúðrum ársins | myndband

Það er ástæða fyrir því að frændi gömlu Chelsea-stjörnunnar, Jimmy Floyd Hasselbaink, spilar með St. Johnstone í Skotlandi en ekki með Chelsea eins og frændi hans gerði.

Sá er spilar í Skotlandi heitir Nigel Hasselbaink og klúður hans um síðustu helgi er klárlega eitt af klúðrum ársins.

Atvikið á sér stað í leik gegn Kilmarnock. Sjón er sögu ríkari enda hreint rosalegt klúður.

Myndbandið má sjá hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×