Fótbolti

Spartak Moskva komið á blað í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Spartak fagna.
Leikmenn Spartak fagna.
Spartak Moskva vann sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni í ár þegar liðið vann 2-1 heimasigur á Benfica í kuldanum í Moskvu í dag. Bæði lið voru án sigurs fyrir leikinn.

Sigur Spartak Moskva var heilt yfir sanngjarn. Prtúgalirnir sóttu reyndar svolítið í restina en tókst ekki að jafna leikinn.

Rafael Carioca kom Spartak í 1-0 strax á 3. mínútu eftir sendingu frá José Manuel Jurado en Lima jafnaði eftir sendingu Eduardo Salvio hálftíma síðar.

Sigurmark leiksins kom síðan tveimur mínútum fyrir hálfleik þegar Jardel varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Spartak Moskva var búið að tapa tveimur fyrstu leikjum sínum á móti Barcelona og Celtic en er nú bara einu stigi á eftir skosku meisturunum sem heimsækja Börsunga seinna í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×