Fótbolti

Þóra á leið til Ástralíu

Landsliðsmarkvörðurinn Þóra B. Helgadóttir mun leika með ástralska félaginu Western Sydney Wanderers í vetur.

Þetta kemur fram á fótbolti.net í dag. Þóra er þó ekki hætt hjá sænska félaginu LdB Malmö en hún nýtir fríið sitt í Svíþjóð til þess að spila í Ástralíu.

"Þeir höfðu samband við umboðsmanninn minn og það gekk allt upp. Tímabilið þeirra er yfir undirbúningstímabilið hjá okkur svo þetta passar vel. Ég lít á þetta sem tækifæri sem er mjög skemmtilegt og að prófa eitthvað nýtt. Þetta verður frískandi, ég hef aldrei komið þarna svo þetta verður bara spennandi og öðruvísi hvíld," sagði Þóra í viðtali við fótbolta.net.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×