Íslenski boltinn

Kristján Gauti verður áfram hjá FH

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristján Gauti Emilsson.
Kristján Gauti Emilsson.
Kristján Gauti Emilsson, fyrrum leikmaður Liverpool, verður áfram í herbúðum FH-inga næsta sumar en FHingar.net, stuðningsmannasíða FH-liðsins, staðfesti í dag að Kristján Gauti væri búinn að gera eins árs samning við félagið.

Kristján Gauti sem er 19 ára sóknartengiliður eða framherji sem kom til FH á miðju síðasta sumari eftir að hafa spilað undanfarin þrjú ár með unglinga- og varaliði Liverpoool. Rafael Benitez fékk hann til Liverpool í desember 2009 en hann er uppalinn í FH.

Kristján Gauti kom við sögu í níu leikjum með FH í Pepsi-deildinni en var þó bara einu sinni í byrjunarliðinu. Hann var með 1 mark og 1 stoðsendingu á þeim 167 mínútum sem hann spilaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×