Joe Hart, markvörður enska meistaraliðsins Manchester City, fór á kostum þegar lið hans mætti þýska meistaraliðinu Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í byrjun þessa mánaðar. Markvörðurinn og félagar hans í Man City eru með bakið upp við vegg í D-riðlinum en liðið mætir hollenska meistaraliðinu Ajax í kvöld. Í myndbrotinu sem fylgir fréttinni má sjá tilþrifin hjá Hart í leiknum gegn Dortmund og viðtal við Hart sem er markvörður enska landsliðsins.
Staða Manchester City er ekki góð fyrir þriðju umferðina sem fer fram í kvöld. Liðið er aðeins með 1 stig en Real Madrid er efst með 6 stig og Dortmund er með 4 stig. Ajax er á botni D-riðilsins með 0 stig.
Það er nóg um að vera á Stöð2 sport í kvöld en dagskráin hefst kl. 15:55 með leik Zenit frá Rússland i og Anderlecht frá Belgíu:
Dagskrá kvöldsins frá Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 sport:
15:55 Zenit - Anderlecht (opin dagskrá) | Stöð 2 sport HD
18:00 Þorsteinn J. og gestir – upphitun | Stöð 2 sport HD
18:30: Arsenal – Schalke | Stöð 2 sport 3
18:30: Ajax - Man. City | Stöð 2 sport 4
18:30: Borussia Dortmund - Real Madrid | Stöð 2 sport HD
20:45: Þorsteinn J. og gestir – meistaramörk
Meistaradeildin: Stórkostleg tilþrif hjá Joe Hart
Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn



