Fótbolti

Brutu allt og brömluðu í stúkunni

Stuðningsmenn argentínska liðsins Colon hreinlegu gengu af göflunum þegar lið þeirra var að tapa gegn paragvæska liðinu Cerro Porteno í sextán liða úrslitum Copa Sudamericana.

Liðið var að tapa 4-2 samtals og á leið út úr keppninni þegar stuðningsmennirnir fóru að henda öllu lauslegu inn á völlinn og byrjuðu svo að rífa upp sæti og skemma stúkuna.

Lögreglan reyndi að hafa hemil á mannskapnum með því að skjóta gúmmíkúlum í stúkuna en það skilaði takmörkuðum árangri.

Tveir leikmenn Colon reyndu að hafa áhrif á gang mála enda vissu þeir af ættingjum í stúkunni. Þeir lentu í einhverjum handalögmálum við lögregluna og fengu fyrir vikið að líta rauða spjaldið hjá dómara leiksins.

Hægt er að horfa á myndband af þessum látum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×