Íslenski boltinn

Garðar verður áfram í Stjörnunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Stefán
Garðar Jóhannsson hefur ákveðið að hann muni áfram spila með Stjörnunni á næsta tímabili. Hann tilkynnti þetta í útvarpsþættinum Harmageddon í dag.

Garðar hefur verið orðaður við Breiðablik og mun hafa fengið tilboð í hendurnar frá félaginu.

Samningur hans við Stjörnuna rann út í haust en hann sagði í Harmageddon að hann ætlaði sér að vera í toppbaráttu með Stjörnunni og vinna titla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×