Íslenski boltinn

Ellert búinn að semja við Blika

Ólafur nældi sér í fínan leikmann í dag.
Ólafur nældi sér í fínan leikmann í dag. vísir/daníel
Blikar náðu ekki að semja við Garðar Jóhannsson fyrir helgi en þeir náðu þó öðrum leikmanni Stjörnunnar í dag.

Ellert Hreinsson er nefnilega búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Kópavogsbúa. Ellert hefur undanfarin ár þurft að hætta snemma vegna náms í Bandaríkjunum. Hann hefur nú lokið því námi og getur því spilað með Blikum allt árið.

Ellert er fyrrum leikmaður Blika og Blikar bjóða hann velkominn heim á síðu sinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×