Fótbolti

Stefán og félagar búnir að vinna fjóra í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefán Gíslason.
Stefán Gíslason. Mynd/Vilhelm
Stefán Gíslason er að gera góða hluti með Oud-Heverlee Leuven í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta en hann skoraði eitt marka liðsins í 3-1 útisigri á Beerschot um helgina.

OH Leuven er nú búið að vinna fjóra leiki í röð með markatölunni 16-4 og Stefán hefur skorað tvö mörk og lagt upp eitt í þessari sigurgöngu. Hann skoraði markið á móti Beerschot á 88. mínútu og kom þá sínu liði í 3-0.

Stefán hefur leikið allar 90 mínúturnar í öllum tólf leikjum liðsins á tímabilinu en hann kom til OH Leuven í janúarglugganum og hjálpaði liðinu þá að halda sæti sínu í deildinni.

OH Leuven er nú komið upp í sjötta sæti deildarinnar og er aðeins tveimur stigum frá toppliði Genk í afar jafnri og spennandi toppbaráttu. Ekkert annað lið í deildinni hefur náð að vinna fjóra síðustu leiki sína.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×