Jón Gnarr ber skaðann af vímuefnaneyslu til frambúðar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. október 2012 19:05 Jón Gnarr borgarstjóri. Borgarstjóri segist bera skaðann af því alla ævi að hafa byrjað að neyta vímuefna á unglingsárunum. Hann hvatti í dag ungmenni til að fara ekki sömu leið þegar forvarnardagurinn var kynntur. Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands og Jóni Gnarr borgarstjóra var fagnað gríðarlega þegar þeir mættu í Hlíðarskóla í morgun. Tilgangurinn með heimsókninni var að kynna forvarnardaginn sem haldinn verður í grunn- og framhaldsskólum á miðvikudaginn. Markmiði með deginum er að minna á hvaða ráð duga best til að koma í veg fyrir að ungmenni verði fíkniefnum að bráð. Þannig sýna rannsóknir að samvera foreldra skiptir miklu máli, þátttaka í íþróttum og tómstundum og að sniðganga áfengi sem lengst. Jón Gnarr sagði frá því að hann hefði ungur byrjað að drekka áfengi. „Þegar ég er svona þrettán, fjórtán ára þá missti ég svolítið fótana félagslega og byrjaði að drekka og byrjaði að reykja og fikta við vímuefni og síðan var það bara ákveðið tímabil í mínu lífi. Skaðinn af því ég mun bera hann alla ævi og geri það. Ég held að það myndi vera miklu betra fyrir mig ef þetta hefði ekki gerst," segir Jón Gnarr. Í næsta mánuði kemur út bók eftir Jón sem heitir Sjóræninginn þar sem hann lýsir þessu tímabili ævi sinnar. Hann segir það hafa verið erfitt að hætta neyslunni. „Ég náði að breyta lífi mínu en það voru ekkert allir svo heppnir en mjög mikið af vinum mínum, krökkum sem að voru með mér þegar ég er þetta 13-14 til 17-18 eru dánir," segir Jón. Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands. „Ég er mjög þakklátur fyrir það að hafa verið alinn upp af mínum foreldrum og mínu nánasta umhverfi í mjög öflugum bindindis anda. Því að líkt og borgarstjóri sagði hér áðan þá hefur maður horft upp á jafnaldra sína og vini verða bæði áfenginu og fíkniefnunum að bráð," segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Borgarstjóri segir skilaboð sín til ungmenna skýr: Ekki drekka. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Borgarstjóri segist bera skaðann af því alla ævi að hafa byrjað að neyta vímuefna á unglingsárunum. Hann hvatti í dag ungmenni til að fara ekki sömu leið þegar forvarnardagurinn var kynntur. Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands og Jóni Gnarr borgarstjóra var fagnað gríðarlega þegar þeir mættu í Hlíðarskóla í morgun. Tilgangurinn með heimsókninni var að kynna forvarnardaginn sem haldinn verður í grunn- og framhaldsskólum á miðvikudaginn. Markmiði með deginum er að minna á hvaða ráð duga best til að koma í veg fyrir að ungmenni verði fíkniefnum að bráð. Þannig sýna rannsóknir að samvera foreldra skiptir miklu máli, þátttaka í íþróttum og tómstundum og að sniðganga áfengi sem lengst. Jón Gnarr sagði frá því að hann hefði ungur byrjað að drekka áfengi. „Þegar ég er svona þrettán, fjórtán ára þá missti ég svolítið fótana félagslega og byrjaði að drekka og byrjaði að reykja og fikta við vímuefni og síðan var það bara ákveðið tímabil í mínu lífi. Skaðinn af því ég mun bera hann alla ævi og geri það. Ég held að það myndi vera miklu betra fyrir mig ef þetta hefði ekki gerst," segir Jón Gnarr. Í næsta mánuði kemur út bók eftir Jón sem heitir Sjóræninginn þar sem hann lýsir þessu tímabili ævi sinnar. Hann segir það hafa verið erfitt að hætta neyslunni. „Ég náði að breyta lífi mínu en það voru ekkert allir svo heppnir en mjög mikið af vinum mínum, krökkum sem að voru með mér þegar ég er þetta 13-14 til 17-18 eru dánir," segir Jón. Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands. „Ég er mjög þakklátur fyrir það að hafa verið alinn upp af mínum foreldrum og mínu nánasta umhverfi í mjög öflugum bindindis anda. Því að líkt og borgarstjóri sagði hér áðan þá hefur maður horft upp á jafnaldra sína og vini verða bæði áfenginu og fíkniefnunum að bráð," segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Borgarstjóri segir skilaboð sín til ungmenna skýr: Ekki drekka.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira