Enski boltinn

Rooney verður með fyrirliðabandið á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney hefur verið fyrirliði enska landsliðsins áður.
Wayne Rooney hefur verið fyrirliði enska landsliðsins áður. Mynd/AFP
Wayne Rooney verður fyrirliði enska fótboltalandsliðsins í leiknum á móti San Marínó í undankeppni HM 2014 sem fer fram á Wembley á morgun. Steven Gerrard er í banni í leiknum og Frank Lampard er meiddur og því varð Roy Hodgson að finna sér nýjan fyrirliða.

Wayne Rooney hefur spilað á miðjunni í síðustu leikjum með Manchester United en verður án efa í framlínunni á morgun og líklegur til að halda upp á fyrirliðabandið með því að skora á móti San Marínó. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Wayne Rooney er 26 ára gamall og hefur spilað 76 landsleiki fyrir Englendinga frá árinu 2003. Rooney hefur skorað 29 mörk fyrir landsliðið en aðeins 4 í síðustu 18 landsleikjum sínum.

Joe Hart, markvörður en enska landsliðsins og Manchester City þótt einnig koma til greina en Hart talaði um það sjálfur í viðtölum við blaðamenn að hann vildi sjá Rooney fá fyrirliðabandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×