Enski boltinn

Rooney: Steven Gerrard hefur haft mikil áhrif á mig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Mynd/AFP
Wayne Rooney lofar því að hafa stjórn á skapi sínu inn á vellinum en í kvöld verður hann í fyrsta sinn fyrirliði enska landsliðsins í alvörulandsleik. Englendingar taka þá á móti San Marinó á Wembley og er leikurinn í beinni í Stöð 2 Sport.

„Fyrirliðabandið mun ekki breyta hugarfari mínu inn á vellinum. Ég hef alltaf látið í mér heyra inn á vellinum og ákveðni mín mun vonandi hjálpa liðinu," sagði Wayne Rooney.

„Ég vil ekki búa til neikvæðar fyrirsagnir og vill ekki missa af leikjum af óþörfu. Það sem gerðist í Svarfjallalandi var heimskulegt og ég sá strax eftir því. Ég lofa því að slíkt gerist ekki aftur. Ég hef þroskast bæði sem leikmaður og sem persóna," sagði Rooney.

Wayne Rooney horfir til Steven Gerrard um hvernig sé best að haga sér sem fyrirliði enska landsliðsins en Gerrard er í leikbanni og verður því ekki með í kvöld.

„Steven Gerrard hefur haft mikil áhrif á mig á mínum ferli. Ég sá ákveðni hans inn á vellinum þegar ég var að alast upp. Ég sá ástríðu hans og löngun eftir því að spila fyrir bæði Liverpool og enska landsliðið og það var frábært," sagði Rooney.

„Ég hef verið fyrirliði Manchester United nokkrum sinnum og þar á meðal í Meistaradeildinni. Þetta er mikið ábyrgðarhlutverk fyrir mig. Ég tel að ég hafi þroskast og ég hef lært leikinn betur. Ég er með annan stíl í dag," sagði Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×