Enski boltinn

Frá Barcelona til Barnet

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Edgar Davids
Edgar Davids Mynd/Nordic Photos/Getty
Hollendingurinn Edgar Davids er búinn að taka skóna af hillunni en þessi 39 ára gamli leikmaður ætlar að vera spilandi þjálfari hjá enska d-deildarliðinu Barnet það sem eftir lifir þessa tímabils. Liðið þarf á liðstyrk að halda enda í hættu að falla úr ensku deildarkeppninni.

Edgar Davids hefur ekki spilað í tvö ár en þar á undan spilaði hann fyrir félög eins og Barcelona, Juventus og AC Milan auk þess að spila stórt hlutverk með hollenska landsliðinu. Hann var síðast með liði Crystal Palace í b-deildinni 2010.

Davids er þekktur fyrir gleraugun sem hann þurfti að spila með vegna sjónvandamála en þessi kappi var lengi í hópi bestu miðjumanna heims.

Davids mun verða þjálfari Barnett-liðsins ásamt Mark Robson en það er ljóst að liðið þarf á innspýtingu að halda. Barnett er eins og er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins 3 stig í fyrstu 11 leikjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×