Enski boltinn

Framlínusveit Liverpool orðin þunnskipuð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suarez er nú eina von Liverpool í bókstaflegri merkingu.
Luis Suarez er nú eina von Liverpool í bókstaflegri merkingu. Mynd/AFP
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hefur ekki úr miklu að velja þegar kemur að sóknarmönnum liðsins því eftir að Fabio Borini meiddist á æfingu með 21 árs landsliði Ítala þá er Luis Suarez eini þekkti framherji liðsins.

Fabio Borini brotnaði á hægri fæti á æfingu með 21 árs landsliðinu á Ítalíu og það mun örugglega taka sinn tíma fyrir hann að komast aftur inn á völlinn.

Rodgers var gagnrýndur fyrir að kaupa ekki framherja í síðasta félagsskiptaglugga ekki síst eftir að félagið lánaði landsliðsframherjann Andy Carroll til West Ham.

Liverpool hefur byrjað tímabilið illa og er aðeins búið að vinna einn leik í fyrstu sjö umferðunum. Liðið hefur aðeins skorað níu mörk þar af komu fimm þeirra á móti botnliði Norwich.

Luis Suarez hefur skorað 5 af þessum 9 mörkum en Úrúgvæmaðurinn hefur aðeins nýtt 5 af 31 skoti sínu það sem af er tímabilinu og farið illa með mörg dauðafæri.

Brendan Rodgers gæti veðjað á unga stráka eins og Adam Morgan eða Samed Yesil en svo geta Liverpool-menn alltaf hugsað með hryllingi til þess að hvað gerist ef Luis Suarez meiðist líka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×