Enski boltinn

Aguero: Heimamenn njóta forréttinda hjá dómurum

Argentínumaðurinn Sergio Aguero hjá Man. City var líklega ekki að vinna sér inn neina punkta hjá dómurum ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hann lét hafa eftir sér að erlendir leikmenn sætu ekki við sama borð og Englendingar hjá dómurum deildarinnar.

Aguero og leikmenn City voru ekki ánægðir með vítið sem Fulham fékk gegn City um helgina.

"Ég reyni að blanda mér ekki í mál tengd dómurum. Það munu öll lið fá sinn skerf af mistökum og þarna lentum við í því," sagði Aguero og bætti við.

"Lífið er líka erfiðara fyrir erlenda leikmenn. Það gerist út um allan heim. Heimamenn njóta alltaf ákveðinna forréttinda hjá dómurum. Það er eðlilegt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×