Enski boltinn

Wenger hefur áhyggjur af meiðslapésanum Diaby

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkennir að tefla stundum Abou Diaby fram þegar það sé ekki skynsamlegt enda hafi leikmaðurinn verið mikið meiddur siðustu ár.

Wenger seldi Alex Song til Barcelona í sumar og vonaðist til þess að Diaby myndi blómstra á miðjunni í staðinn. Það er erfitt þar sem leikmaðurinn er oft meiddur.

Diaby hefur ekki náð því að byrja í 100 leikjum síðan hann kom til félagsins árið 2005.

"Meiðslasagan hans er ekki góð og því miður fór hann snemma af velli um helgina. Ég hafði áhyggjur af honum fyrir leikinn en gat lítið annað gert þar sem miðjumenn okkar eru flestir meiddir," sagði Wenger.

"Okkur vantar fleiri sterka miðjumenn en eigum nóg af góðum miðjumönnum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×