Rúmenska goðsögnin Gheorghe Hagi, sem lék bæði með Real Madrid og Barcelona á sínum tíma, hefur varað leikmenn Man. Utd við því að vanmeta rúmenska liðið CFR Cluj en þau mætast í Meistaradeildinni á morgun.
"Man. Utd ætti að passa sig. Cluj er mjög gott lið og er þegar búið að vinna alla fimm Evrópuleiki sína í vetur," sagði Hagi en hann varar United sérstaklega við brasilíska miðjumanninum Rafael Bastos en hann hefur verið iðinn við kolann.
"Hann ber vitni um hversu sterkir útlendingar eru í liðinu. Það er mikið sjálfstraust í þessu liði. Þeir hafa spilað áður í Meistaradeildinni og náðu jafntefli gegn Chelsea. Þeir verða því ekki hræddir við Man. Utd.
"Liðið er mjög vel skipulagt og alls ekki auðvelt að brjóta það niður."
Hagi varar leikmenn Man. Utd við Cluj

Mest lesið

Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn



Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn


Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd
Fótbolti


Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld
Enski boltinn

