Enski boltinn

Jack Wilshere slapp í gegn 63 mínútur í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jack Wilshere í leiknum í kvöld.
Jack Wilshere í leiknum í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jack Wilshere spilaði sinn fyrsta leik í fjórtán mánuði í kvöld þegar hann lék með 21 árs liði Arsenal á móti West Brom. Wilshere missti af öllu síðasta tímabili vegna þráðlátra meiðsla á ökkla, hné og hæl.

Wilshere er tvítugur og átti frábært tímabil með Arsenal 2010-11 en hann vann sér þá fastasæti í enska landsliðinu og lék nær alla leiki með Arsenal-liðinu.

Síðasti leikur hans á undan leiknum í kvöld var á móti bandaríska liðinu New York Red Bulls í Emirates-bikarnum haustið 2011. Hann ætlaði að koma til baka á síðasta tímabili en endurhæfingin misfórst og hann þurfti að fara í aðra aðgerð í apríl.

Wilshere spilaði fyrstu 63 mínúturnar í 0-1 tapi á móti West Brom í kvöld og átti nokkra góða spretti en vantar tilfinnanlega meiri leikæfingu. Emmanuel Frimpong er líka að koma til baka en hann spilaði 70 mínútur í þessum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×