Enski boltinn

Shelvey bað Ferguson afsökunar

Shelvey öskrar á Ferguson.
Shelvey öskrar á Ferguson.
Jonjo Shelvey, leikmaður Liverpool, hefur greint frá því að hann hafi beðið Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, afsökunar á því að hafa rifið kjaft við hann í leik liðanna á dögunum.

Shelvey fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og á leiðinni til búningsherbergja lét hann Ferguson heyra það. Sagði að það væri honum að kenna að hann hefði fengið rauða spjaldið.

"Ég er ungur maður og var mjög pirraður yfir því sem hafði gerst enda risaleikur," sagði hinn tvítugi Shelvey.

"Tilfinningarnar náðu tökum á mér og ég hagaði mér kjánalega. Ég hefði ekki átt að gera þetta. Ég bað hann afsökunar eftir leikinn og sem betur fer samþykkti hann afsökunarbeiðni mína.

"Hann sagði að það þyrfti alvöru mann til þess að biðjast afsökunar og vonandi er allt í góðu á milli okkar núna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×