Enski boltinn

QPR mun ekki gefast upp á Hughes

Mark Hughes.
Mark Hughes.
QPR hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeildinni og situr í neðsta sæti með aðeins tvö stig eftir sex leiki. Menn þar á bæ eru þó ekki að fara á taugum.

Stjórnarformaðurinn Tony Fernandez segist hafa tröllatrú á stjóranum, Mark Hughes, og efast ekki um að hann komi liðinu á beinu brautina.

"Mark mun redda þessu. Skoðið bara árangur hans sem þjálfara. Ég er slakur og öruggur með mig. Sex leikir eru ekki tímabilið. Eg hef lært af mörgum snjöllum stjórnarformönnum," sagði Fernandez.

"Við höldum ró okkar og bíðum eftir að stöðugleiki náist. Það vilja stuðningsmenn en margir stuðningsmenn hafa aftur á móti ekki hugmynd um hvað þeir eru að segja."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×