Enski boltinn

Enginn vafi um sekt Terry

Enska knattspyrnusambandið hefur sent frá sér rökstuðning vegna fjögurra leikja bannsins sem John Terry, fyrirliði Chelsea, fékk fyrir kynþáttaníð í garð Anton Ferdinand, leikmanns QPR.

Í dóminum segir að Terry hafi líklega misst sig i hita leiksins og hafi hreytt miður fallegum orðum í Ferdinand. Terry sagðist hafa verið að endurtaka orð sem Ferdinand hefði sakað sig um að nota. Hann hefði verið að neita því.

Í dóminum segir að ekki leiki neinn vafi á því hvað Terry hafi sagt við Ferdinand og það hafi verið með öllu óásættanlegt.

Terry hefur til 18. október að áfrýja banninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×