Enski boltinn

Giroud: Kemur að því að ég skori

Frakkinn Olivier Giroud var fenginn til Arsenal til þess að skora mörk en það hefur ekki gengið upp til þessa. Leikmaðurinn er ekki enn búinn að skora í sex leikjum með liðinu.

Giroud var sjóðheitur með Montpellier í frönsku deildinni á síðustu leiktíð en hann hefur lært að enska deildin er talsvert sterkari.

"Ég þarf smá tíma til þess að aðlagast. Thierry Henry skoraði ekki fyrr en eftir níu leiki á sínum tíma. Það er líka erfitt fyrir framherja að aðlagast ensku deildinni," sagði Giroud.

"Þegar menn skora fyrsta markið kemur sjálfstraust og sem framherji veit ég að ég þarf að skora. Það mun koma og ég hef ekki neinar áhyggjur. Stjórinn og strákarnir hafa trú á mér. Ég finn fyrir stuðningi sem skiptir miklu máli."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×